Það var kominn morgunn, sólin skein inn um gluggann beint í augun á Kalla.
Kalli var nýorðinn 5 ára. Hann var að fara að gera margt skemmtilegt þennan dag. Hann ætlaði að fara út í skóg með pabba sínum og mömmu.
Hann hlakkaði mikið til.

“Jæja, eigum við að fara út í skóg núna??” Spurði pabbi hans.
Kalli æpti: “Jjjjáááá!!!”

Þau fóru út í skóg. Kalli var ekkert að fylgjast með foreldrum sínum þannig að þau fóru á undan svo nokkrum mínútum seinna fattaði hann að hann var einn.
Hann kallaði: “Mamma, pabbi!” Ekkert svar!

Hann var búinn að kalla lengi. Hann varð hræddur svo hann settist undir stein og fór að gráta.

Korteri seinna kom lítil kanína hoppandi. Hún gekk að Kalla og spurði:
“Akkuru ertu að gráta?” Kalli svaraði: “Af því ég veit ekki um mömmu og pabba”.
“Ææ það er ekki gott. Ég get hjálpað þér að finna þau!!” Sagði kanínan
“Er það?” Spurði Kalli Glaður. “Jebb”, sagði kanínan.

En Kalla fannst samt svolítið skrítið við þetta. DÝR GETA EKKI TALAÐ VIÐ MENN!!
Eða hvað? Geta þau það???

Þau voru búin að leita lengi þegar það heirðist grátur bak við stóran runna. Þau kíktu. Svo sagði Kalli: “Þetta eru mamma og pabbi!”.

“Takk kanína!”. “Ekkert að þakka” sagði hún, “en ef þú villist aftur máttu leita til mín og ég hjálpa þér”.
“Ó þú ert svo góð” sagði Kalli.

Kalli hljóp í geggn um runnann og faðmaði foreldra sína!!!!!

Hann sagði þeim allt um kanínuna. Hann lofaði að fylgjast alltaf með hvert mamma og pabbi færu!!

Saga eftir Marínu!!!