Einu sinni voru tvíburar, sem hétu Helgi og Hanna.
Þau áttu vini sem hétu Bára og Kristinn. Þau voru alltaf að leika sér saman.

Einn daginn voru þau úti að labba, einhversstaðar utan við bæinn þar sem þau höfðu aldrei farið. Þau rákust á dimman og gamlan kastala. Hanna hvíslaði bróður sínum:
Ég er hrædd.

Prófum að fara inn í hann, sagði Kristinn og gekk í áttina til kastalans
Nei, sögðu Hanna og Bára í einum kór.
En þú Helgi? Vilt þú koma með mér inn? Helgi labbaði til hans.

Ætlarðu með honum? Spurði Hanna. Hann svaraði já, ég ætla að gera það.
Við komum þá líka. Og stelpurnar hlupu á eftir þeim.

Þegar þau voru komin inn heyrðust hljóð úr öllum áttum.
Eigum við að reyna að finna hljóðið spurði Helgi forvitnislega.

Stelpurnar fengu hroll og sögðu já, já, já. En þú Kristinn nennir þú því?
Hann savaraði því ekki og gekk áfram og hin á eftir.

Þegar þau voru búin að labba svolitla stund sáu þau gamla konu vera með páfagauk á öxlinni sem hló og hló.
Þau voru búin að fylgjast með þeim í smá stund þar til gamla kerlingin sagði.
Ég þarf að ná mér í nokkra krakka til þess að hafa í súpunni minni á morgun.
Krakkarnir urðu hræddir.

Kerlingin labbaði í áttina til krakkanna og sagði við páfagaukinn. Ég finn skrítna lykt hér inni. Ættli það sé nokkur hér annar en við?
Páfagaukurinn sagði: Kannski, kannski.

Krakkarnir reyndu að laumast út og Hanna og Kristinn náðu því en Helgi og Bára voru svo forvitin að gamla kerlingin sá þau og öskraði: Loka öllum dyrum!!!!
Bára og Helgi reyndu að komast út en þá var búið að loka hurðunum.
Konan hló ofsalega.
Hún sagði svo: Nú egið þið að ná í grænmeti setja það í pottinn sem er þarna og benti með stafnum sínum.

Þau þorðu engu en að gera það sem hún sagði þeim. Bára fór að gráta og spurði: Heldur þú að enhver komi til að hjálpa okkur héðan Helgi? Helgi sagði að Kristinn og Hanna myndu alveg örugglega annaðhvort hjálpa þeim eða sækja hjálp.

Um leið sáu þau einhvern vera að klifra inn um gluggann. Hann sá strax hver þetta var. Þetta var Kristinn kominn til að bjarga þeim.

Og um leið og krakkarnir komust út um gluggann kom kerlingin alveg brjáluð
og sagði: Ég næ ykkur!!!!

Krakkarnir komust heim til sín og þau fóru aldrei aftur langt í burtu frá heimilum sínum.
Saga eftir Marínu Ástu.