Ég var á leiðinni út í búð fyrir mömmu. Ég var að labba fram hjá húsi vinar míns. Ég horfði á það og sá reyk og eld í húsinu og enmitt í íbúðinni hans. Ég hljóp að húsinu og tók upp símann og hringdi í neiðarlínuna.

Slökvuliðsbíll, sjúkrabíll og tver lögreglubílar komu.
Og á meðan komu fullt af fólki út úr íbúðum sínum.

Slökvuliðsmennirnir slöktu eldinn á meðan aðrir menn gáðu hvort það væri nokkur manneskja þarna inni. Þeir komu snöggt út úr húsinu með vin minn í stóru sjúkrarúmi.

Ég varð dapur og hugsaði ætli hann sé dáinn.
Það láku tár niður kinnarnar á mér.

Mamma vinar míns kom á staðinn hágrátandi af hræðslu.
Lögreglumaður gekk í áttina til hennar þar sem hún stóð grafkyrr og hágrátandi.
Hann spurði hana hvort hún ætti heima í þessari íbúð.
Hún svaraði ekki og bara grét.
Ég gekk til mannsins og svaraði fyrir hana. Lögreglumaðurinn sagði henni að koma með sér til að hitta sonn hennar. Hún fór með honum en ég æpti á eftir þeim ÉG VIL LÍKA HITTA HANN, HANN ER BESTI VINUR MINN!!
Ég fékk að koma með þeim.

Þegar við komum á spítalastofuna þar sem hann lá var hann hálfsofandi í öndunarvél.
Ég vissi nú að hann væri ekki dáinn og ég varð feginn að vita það.

Nokrum dögum seinna gáði ég hvort hann væri kominn heim.
Mamma hans kom til dyra. Ég er að gá hvort hann Daníel sé heima sagði ég feiminn og um leið kom hann í dyragættinna.
Ég varð feginn að sjá hann. Hann var með svolítið af brunasárum.
Má ég nokkuð koma í hemsókn spurði ég feimnislega.
Já, já sagði hann og ég gekk inn.

Við fórum inn í herbergið hans og ég spurði hvernig eldurinn kom upp.
Hann svaraði og sagði: Mamma mín skildi eftir kerti á tréborðinu og ég var að ganga inn í eldhús og rakst örugglega í borðið. Og ég sá eld úti um allt, svo sá ég þig taka upp síma og horfðir á húsið.
Ég hikaði og sagði svo ég var að hringja á neyðarlínuna og láta vita af þessu. Daniel sagðist ekki muna neitt annað.
Svo sagði hann:
ÞÚ ERT HUGRAKKASTI OG BESTI VINUR MINN Í ÖLLUM HEILA HEIMINUM, ÞÚ BJARGAÐIR LÍFI MÍNU!!!!!!

Saga eftir Marínu Ástu.