Jólagleðin

Jólagleðin

Nú eru allir mettir eftir steikina og ísinn og konfektið og kaffið og makkintossið og mandarínurnar og svo framvegis. Afkomendunum var stillt upp við vegg. Það var ekki til aftöku, heldur myndatöku. Ekki er það svo oft að við erum með alla heima og fylgifiskinn...

Síðari bólusetning

Í dag fór Tinna til Dr Dýra í Keflavík. Hann sprautaði hana í bakið, stakk hana í hnakkann, og tróð pillum í kokið á henni. (Pavro bólusetning, örmerking, ormahreinsun) Vigtin sýndi hvolpinn vera 32,8 kg, sem er ekki nógu mikil þyngdaraukning frá því síðast, en það...
Batavegurinn

Batavegurinn

Gleði og hamingja. Tinnu fer nú mikið fram á hverjum degi. Í dag fór hún út að ganga örna sinna ein og óstudd. Í gær þurfti hún hjálp til að stíga hvert skref. Við fórum líka í “göngutúr” í dag. Röltum ca 50 metra leið til systur minnar til að fá kaffi og...

Tinna komin heim

Tinna er komin heim af spítalanum. Með langan skurð niður lærið og umbúðir yfir liggur hún útúrdópuð í bælinu og horfir á einhverjar sýnir sem aðeins þeir þekkja sem hafa tekið undarlegar töflur einhverntímann á æfinni. Fólkið á dýraspítalanum hrósaði henni í bak og...

Vonarglæta

Tinna fór á dýraspítalann í morgun og var skoðuð í bak og fyrir. Læknirinn skoðaði hana og gaf okkur von um að útlitið með lærlegginn hennar væri líklega ekki eins slæmt og talið var í fyrstu. Stefnan því er enn að Tinna fari í aðgerð og brotin á mjaðmagrindinni verði...