Ég verð að játa að ég er ekki alltof dugleg að uppfæra og koma með eitthvað nýtt. Ég veit vel að til þess að halda úti vef þarf jú altaf að vera að bæta einhverju við og svoleiðis.

Fyrir nokkrum vikum voru settar upp litlar heimasíður fyrir þrjá (af fimm) meðlimum fjölskyldunnar.

Hún Marín, sem er 12 ára, hefur átt sína síðu í þó nokkurn tíma en hún var ekki tengd við aðrar síður fyrr en núna um daginn. Marínu finnst gaman að skrifa stuttar sögur un allt mögulegt og fanst okkur tilvalið að leifa öðrum að njóta þeirra.

Melkorka vildi auðvitað vera eins og stóra systir og eiga heimasíðu og þess vegna var hennar síða sett upp. Þar er ætlunin að bæta inn ýmsu skemmtilegu sem er að gerast í lífi Melkorku og jafnvel nokkrum vel völdum sögum úr sögubókinni hennar sem hún er búin að vera að skrifa í í allan vetur í skólanum.

Þriðja síðan er tileinkuð yngsta fjölskildi meðliminum sem í daglegu tali er kallaður bumbulingur. Þar sem Bumbulingur er ekki kominn í heiminn ennþá er ekki mikið að gerast á þessari síðu ennþá en húm mun verða uppfærð þegar tilefni gefst.